Efnahagsmál - 

13. Desember 2004

Lengri vinnuviku, hærri eftirlaunaaldur...

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lengri vinnuviku, hærri eftirlaunaaldur...

Jean-Claude Trichet, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, ávarpaði fund UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, á degi samkeppnishæfni 9. desember sl. Sagði hann algerlega nauðsynlegt að bæta samkeppnishæfni hagkerfa Evrópusambandsins á tímum sífellt vaxandi alþjóðlegrar samkeppni. Í því sambandi ræddi hann meðal annars um mikilvægi umbóta í átt til aukins sveigjanleika á vinnumarkaði.

Jean-Claude Trichet, forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópu, ávarpaði fund UNICE, Evrópusamtaka atvinnulífsins, á degi samkeppnishæfni 9. desember sl. Sagði hann algerlega nauðsynlegt að bæta samkeppnishæfni hagkerfa Evrópusambandsins á tímum sífellt vaxandi alþjóðlegrar samkeppni. Í því sambandi ræddi hann meðal annars um mikilvægi umbóta í átt til aukins sveigjanleika á vinnumarkaði.

Sagði Trichet m.a. að leggja yrði á áherslu á að sköpun nýrra starfa og að í mörgum aðildarríkja ESB þyrfti að hækka eftirlaunaaldur, lengja vinnuvikuna, lækka atvinnuleysis-bætur, draga úr stighækkun tekjuskatts og lækka óbeinan launakostnað til þess að auka bæði framboð og eftirspurn á vinnumarkaði og þar með möguleika viðkomandi ríkja til verðmætasköpunar. Hrósaði hann þeim skilningi sem m.a. aðilar vinnumarkaðarins hefðu sums staðar sýnt í þessum efnum nýlega, og vísaði þar til samninga á borð við þá sem gerðir hafa verið í nokkrum fyrirtækjum í Þýskalandi þar sem vinnuvikan hefur verið lengd án þess að laun hafi verið hækkuð, í því skyni að auka samkeppnishæfni og varðveita umrædd störf.

Sjá erindi Trichets á vef Seðlabanka Evrópu.

Samtök atvinnulífsins