Efnahagsmál - 

09. Mars 2010

Leitað eftir samstöðu ábyrgra aðila um uppbyggingu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leitað eftir samstöðu ábyrgra aðila um uppbyggingu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins telja að örlög íslensks atvinnu- og efnahagslífs séu fyrst og fremst í höndum Íslendinga sjálfra. Aðgerðir eða aðgerðaleysi ráði því hvernig til takist að komast út úr kreppunni í kjölfar bankahrunsins í október 2008. SA leita því eftir samstöðu með öllum ábyrgum aðilum sem hafa metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til þess að ná viðsnúningi strax þannig að endurheimta megi fulla atvinnu og fyrri lífskjör eigi síðar en á árinu 2015. Í ljósi alvarlegrar stöðu atvinnumála efna SA til opins fundar föstudaginn 12. mars um stöðuna og horfurnar framundan.

Samtök atvinnulífsins telja að örlög íslensks atvinnu- og efnahagslífs séu fyrst og fremst í höndum Íslendinga sjálfra. Aðgerðir eða aðgerðaleysi ráði því hvernig til takist að komast út úr kreppunni í kjölfar bankahrunsins í október 2008. SA leita því eftir samstöðu með öllum ábyrgum aðilum sem hafa metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til þess að ná viðsnúningi strax þannig að endurheimta megi fulla atvinnu og fyrri lífskjör eigi síðar en á árinu 2015. Í ljósi alvarlegrar stöðu atvinnumála efna SA til opins fundar föstudaginn 12. mars um stöðuna og horfurnar framundan.

Fundurinn fer fram á Hótel Nordica kl. 8:30-10:00. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, kynnir stefnumörkun samtakanna Atvinna fyrir alla - aðgerðaáætlun 2010 um uppbyggingu atvinnulífsins en auk hans flytja erindi  Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í kjölfarið fara fram umræður og fyrirspurnir.

Þátttakendur fá eintak af nýju riti SA: Atvinna fyrir alla.

Fundarstjóri er Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU

Samtök atvinnulífsins