Vinnumarkaður - 

04. ágúst 2016

Leiðin inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leiðin inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys

Dagana 5.-7. september fer fram áhugaverð ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica um starfsendurhæfingu og hvernig greiða megi leið fólks inn á vinnumarkaðinn á ný eftir veikindi eða slys. Tekin verða dæmi um vel heppnuð verkefni þar sem fólk hefur getað hafið störf fyrr en ella vegna góðs samstarfs fyrirtækja og þeirra sem sinna starfsendurhæfingu. Þá verður rýnt í áhugaverðar rannsóknir en yfirskrift ráðsefnunnar er Vinnum saman.

Dagana 5.-7. september fer fram áhugaverð ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica um starfsendurhæfingu og hvernig greiða megi leið fólks inn á vinnumarkaðinn á ný eftir veikindi eða slys. Tekin verða dæmi um vel heppnuð verkefni þar sem fólk hefur getað hafið störf fyrr en ella vegna góðs samstarfs fyrirtækja og þeirra sem sinna starfsendurhæfingu. Þá verður rýnt í áhugaverðar rannsóknir en yfirskrift ráðsefnunnar er Vinnum saman.

Aðalfyrirlesarar eru Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við Oxford háskóla, Dr. Reuben Escorpizo, prófessor við háskólann í Vermont og Dr. William Shaw sem er yfirmaður rannsókna við Liberty Mutual Research Institute for Safety í Massachusetts en hann kennir einnig við læknaháskólann í Massachusetts.

Ráðstefnan fer fram á ensku, en þátttakendur og fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu innan tryggingar- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, atvinnurekendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum. 

Dagskrá ráðstefnunnar (PDF)

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar.

Hægt er að skrá þátttöku á vef VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs.

Ráðstefnan er skipulögð af VIRK starfsendurhæfingarsjóði í samvinnu við Linköping háskóla í Svíþjóð, AIR- National Advisory Unit on Occupational Rehabilitation í Rauland í Noregi, Marselisborg Centret í Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health í Finnlandi.

Samtök atvinnulífsins