Efnahagsmál - 

28. nóvember 2008

Leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja gefnar út

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja gefnar út

Viðskiptaráð Íslands, NasdaqOMX Ísland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja. Markmið leiðbeininganna er margþætt en þeim er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi í rekstri opinberra fyrirtækja og aðstoða hið opinbera og fyrirtæki í eigu þess að skapa traust um starfsemi sína. Fulltrúa fjármálaráðherra var afhent fyrsta eintak leiðbeininganna.

Viðskiptaráð Íslands, NasdaqOMX Ísland og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja. Markmið leiðbeininganna er margþætt en þeim er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi í rekstri opinberra fyrirtækja og aðstoða hið opinbera og fyrirtæki í eigu þess að skapa traust um starfsemi sína. Fulltrúa fjármálaráðherra var afhent fyrsta eintak leiðbeininganna.

Leiðbeiningarnar kveða á um hvernig hið opinbera eigi að haga aðkomu sinni að rekstri opinberra fyrirtækja og hver eigi að vera helstu verkefni og ábyrgðir stjórna og stjórnenda fyrirtækjanna. Að auki er lögð áhersla á að koma í veg fyrir að samkeppni sé raskað á þeim mörkuðum þar sem opinber fyrirtæki keppa við einkafyrirtæki. Jafnframt er markmið þeirra að leggja grunn að endurreisn trausts og trúverðugleika íslensks fjármálakerfis og innihalda leiðbeiningarnar því sérstök tilmæli sem beint er til nýju ríkisbankanna. Leiðbeiningarnar byggja á fyrirmynd frá OECD en hafa verið lagaðar að íslensku regluverki.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja (PDF)

Umfjöllun á vef Viðskiptaráðs

Frétt SA um tildrög að gerð leiðbeininganna 14. 10. 2008

Samtök atvinnulífsins