Vinnumarkaður - 

20. Júní 2011

Leggur þú þitt af mörkum?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leggur þú þitt af mörkum?

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri skrifuðu undir samkomulag þann 14. júní um sérstakt tímabundið átak til að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Samkomulagið byggir á yfirlýsingu sem gerð var samhliða undirritun kjarasamninga 5. maí sl. Átakið er undir yfirskriftinni Leggur þú þitt af mörkum? Athyglinni verður beint sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og áhersla lögð á að svört atvinnustarfsemi, undanskot á launatengdum gjöldum og brot á kjarasamningum séu skaðleg fyrir alla hlutaðeigandi og samfélagið í heild sinni.

Leggur þú þitt af mörkum?

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri skrifuðu undir samkomulag þann 14. júní um sérstakt tímabundið átak til að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Samkomulagið byggir á yfirlýsingu sem gerð var samhliða undirritun kjarasamninga 5. maí sl. Átakið er undir yfirskriftinni Leggur þú þitt af mörkum?  Athyglinni verður beint sérstaklega að litlum og meðalstórum fyrirtækjum og áhersla lögð á að svört atvinnustarfsemi, undanskot á launatengdum gjöldum og brot á kjarasamningum séu skaðleg fyrir alla hlutaðeigandi og samfélagið í heild sinni.

Átakið mun standa fram á haustmánuði. Fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir.

Samtök atvinnulífsins