LEAN Ísland 2020 í samstarfi við SA

Þrautseigja aldrei mikilvægari en í dag

Niamh McElwain stjórnendaþjálfari hjá Google telur þrautseigju einn af þeim mikilvægustu kostum sem við höfum til þess að komast áfram bæði í atvinnulífinu sem og einkalífinu. Með þrautseigjunni komumst við í gegnum hindranir og mótlæti sem við þekkjum vel á tímum Covid. 

Á Lean Ísland ráðstefnunni mun Niamh segja okkur frá því hvernig við byggjum upp þrautseigju og nýtum hana til þess að komast sem hraðast í gegnum hindranir sem verða á vegi okkar. Ráðstefnan er nú haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins þann 20.október nk. frá 13:00 - 16:00 og er opin öllum á rafrænum vettvangi

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefna sem haldin er á Íslandi en hún er nú haldin í níunda sinn af eigendum, Lísu Jóhönnu Ævarsdóttur og Viktoríu Jensdóttur. Áherslur ráðstefnunnar hafa í gegnum árin ávallt verið þær sömu, umbætur og betri stjórnun. Eins og hjá fleiri skipuleggjendum viðburða hafa núverandi aðstæður í heiminum haft áhrif en ráðstefnan er vanalega haldin í Hörpu að vori. 

Aðrir fyrirlesarar koma frá Toyota, LEGO, og Strive change en einnig verða íslenskir gestir úr atvinnulífinu á staðnum til að ræða nálgun þeirra á málin. 

Eins og áður hefur komið fram er ráðstefnan opin öllum en nauðsynlegt er að skrá sig á www.leanisland.is. Þess má einnig geta að rafræn námskeið eru eftir ráðstefnuna sem fylltust svo fljótt að setja þurfti á dagskrá aukanámskeið.

Dagskrá