Fréttir - 

12. júní 2023

Landsnet og RSÍ hafa náð samningum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Landsnet og RSÍ hafa náð samningum

Undirritaðir hafa verið kjarasamningar á milli Landsnets og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og fyrirhugaðri verkfallskosningu verið aflýst. Samningarnir fela í sér samsvarandi kjarabætur og gildistíma og aðrir kjarasamningar iðanarmanna á almenna markaðinum. Í samningunum var launasamsetning einfölduð og samræmd við aðra samninga í orkugeiranum.

Í yfirstandandi kjarasamningalotu, sem fer senn að ljúka, hafa Samtök atvinnulífsins gengið frá yfir 100 kjarasamningum, en einungis örfáir kjarasamningar eru ókláraðir. Vinna við gerð langtímakjarasamninga fór af stað í upphafi árs í kjölfar undirritunar skammtímakjarasamninga, sem renna út í lok janúar á næsta ári.

Samtök atvinnulífsins