Vinnumarkaður - 

07. Mars 2018

Launamunur kynjanna minnkar verulega

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launamunur kynjanna minnkar verulega

Á almennum vinnumarkaði minnkaði leiðréttur launamunur kynjanna um þriðjung á átta ára tímabili. Hann var 8,1% árið 2008 og 5,4% árið 2016 og minnkaði þannig um 2,7 prósentur. Hjá hinu opinbera minnkaði leiðrétti launamunurinn úr 5,2% í 3,3%, eða um 1,9 prósentu og á vinnumarkaðnum í heild úr 6,6% í 4,5%, eða um 2,1 prósentu. Hvort tveggja er um þriðjungs minnkun launamunar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna 2008-2016.

Á almennum vinnumarkaði minnkaði leiðréttur launamunur kynjanna um þriðjung á átta ára tímabili. Hann var 8,1% árið 2008 og 5,4% árið 2016 og minnkaði þannig um 2,7 prósentur. Hjá hinu opinbera minnkaði leiðrétti launamunurinn úr 5,2% í 3,3%, eða um 1,9 prósentu og á vinnumarkaðnum í heild úr 6,6% í 4,5%, eða um 2,1 prósentu. Hvort tveggja er um þriðjungs minnkun launamunar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna 2008-2016.

Hagstofan flokkar einnig launamuninn í óskýrðan og skýrðan mun. Skýrður munur segir til um hversu stór hluti hans skýrist af þeim skýringarþáttum sem lagðir eru til grundvallar í greiningunni en óskýrður munur stendur fyrir þann mun ekki sem tekst að skýra.  Samkvæmt því fór munurinn stöðugt minnkandi og fór óskýrði launamunurinn úr 4,8% á árunum 2008-2010 í 3,6% á árunum 2014-2016.

Í umfjöllun Hagstofunnar segir að beita megi ýmsum tölfræðiaðferðum við mat á launamun karla og kvenna. Þó er erfiðleikum bundið að finna hinn eina, sanna launamun sem eingöngu verður rakinn til kyns enda eru óvissuþættir margir. Helst má nefna ófullkomin gögn og skort á upplýsingum um þætti sem áhrif hafa á laun. Þeir fyrirvarar eiga við niðurstöður þessarar rannsóknar eins og aðrar rannsóknir á þessu sviði.

Sjá nánar:

Umfjöllun og niðurstöður má finna í hagtíðindum um Rannsókn á launamun kynjanna 2008-2016

Samtök atvinnulífsins