Efnahagsmál - 

02. Oktober 2003

Launakostnaður aukist tvöfalt á við viðskiptalöndin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launakostnaður aukist tvöfalt á við viðskiptalöndin

Á síðasta samningstímabili, sem segja má að nái yfir tímabilið frá fyrsta ársfjórðungi 1997 til fyrsta ársfjórðungs 2000, þ.e. slétt þrjú ár, hækkuðu laun á almennum markaði um 20,4% skv. launavísitölu Hagstofunnar. Á sama tíma hækkaði gengi krónunnar um 5,5% og samkvæmt því hækkuðu laun á Íslandi um 27,4% í erlendri mynt á þessu tímabili. Á sama tíma var hækkunin 8,5% að meðaltali í viðskiptalöndunum þannig að laun hér á landi hækkuðu þrefalt meira en hjá keppinautunum. Þetta var staðan í upphafi yfirstandandi samningstímabils.

Á síðasta samningstímabili, sem segja má að nái yfir tímabilið frá fyrsta ársfjórðungi 1997 til fyrsta ársfjórðungs 2000, þ.e. slétt þrjú ár, hækkuðu laun á almennum markaði um 20,4% skv. launavísitölu Hagstofunnar.  Á sama tíma hækkaði gengi krónunnar um 5,5% og samkvæmt því hækkuðu laun á Íslandi um 27,4% í erlendri mynt á þessu tímabili.  Á sama tíma var hækkunin 8,5% að meðaltali í viðskiptalöndunum þannig að laun hér á landi hækkuðu þrefalt meira en hjá keppinautunum.  Þetta var staðan í upphafi yfirstandandi samningstímabils.

Gengisbreytingar krónunnar mikil áhrif á yfirstandandi samningstíma
Launahækkanir hér á landi hafa verið enn meiri á yfirstandandi samningstímabili en á því síðasta.  Á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi 2000 til 1. ársfjórðungs 2003 hækkuðu laun á almennum markaði um 24,5% skv. launavísitölu Hagstofunnar.  Gengi krónunnar lækkaði hins vegar á milli þessara tímapunkta þannig að laun í erlendri mynt hækkuðu aðeins um tæp 11%.  Laun hækkuðu á hinn bóginn um tæp 9% að meðaltali í viðskiptalöndunum þannig að samkeppnisstaðan var heldur verri á fyrri hluta þessa árs en í upphafi samningstímabilsins.   Þessu til viðbótar hefur kostnaður íslenskra fyrirtækja aukist vegna hækkunar tryggingagjalds í upphafi síðasta árs um 0,5% og stóraukinna framlaga til viðbótarlífeyrissparnaðar launamanna sem áætlað er að hafi numið allt að 1,7% af launakostnaði.

Meira en tvöföld hækkun viðskiptalandanna
Þegar yfirstandandi samningstímabil og það síðasta eru skoðuð í heild, þ.e. þróunin síðustu sex ár, kemur í ljós að laun á almennum markaði hér á landi hafa hækkað um 45% mælt í erlendum gjaldmiðli samanborið við 18% hækkun að meðaltali í viðskiptalöndum okkar.  Hækkunin hér á landi var því ríflega tvöföld á þessu tímabili.

(Smellið á myndina)

 

Samtök atvinnulífsins