Vinnumarkaður - 

11. september 2012

Launahækkanir umfram gildandi samninga kynda undir verðbólgubálinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launahækkanir umfram gildandi samninga kynda undir verðbólgubálinu

Forsendur gildandi kjarasamninga verða metnar í byrjun næsta árs en opnunarákvæði þeirra verður virkt í janúar 2013. Verði samningunum ekki sagt upp hækka laun um 3,25% 1. febrúar 2013 og gilda samningarnir þá til janúarloka 2014. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að fyrirtæki hafi ekki svigrúm til að hækka laun umfram það sem þegar hefur verið samið um. Forgangsverkefni sé að berjast gegn verðbólgunni en beint samhengi sé milli aukinna launahækkana og vaxandi verðbólgu. Það sé ekki mögulegt að búa við jafn lága verðbólgu og þekkist í nágrannalöndum okkar með því að hækka laun margfalt á við það sem þar þekkist.

Forsendur gildandi kjarasamninga verða metnar í byrjun næsta árs en opnunarákvæði þeirra verður virkt í janúar 2013. Verði samningunum ekki sagt upp hækka laun um 3,25% 1. febrúar 2013 og gilda samningarnir þá til janúarloka 2014. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri  SA, segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að fyrirtæki hafi ekki svigrúm til að hækka laun umfram það sem þegar hefur verið samið um. Forgangsverkefni sé að berjast gegn verðbólgunni en beint samhengi sé milli aukinna launahækkana og vaxandi verðbólgu.  Það sé ekki mögulegt að búa við jafn lága verðbólgu og þekkist í nágrannalöndum okkar með því að hækka laun margfalt á við það sem þar þekkist.

Kjarasamningarnir sem gerðir voru í maí 2011 voru atvinnulífinu mjög dýrir og við undirskrift þeirra lá fyrir að án verulega aukinna umsvifa í efnahagslífinu væru þeir ávísun á atvinnuleysi og verðbólgu. Of hægt hefur miðað í að skapa ný störf á vinnumarkaðnum og fjárfestingar hafa látið á sér standa. Í því ljósi er engum greiði gerður með því að hækka laun enn frekar og þar með verðbólgu og verðtryggðar skuldir heimilanna. Nær væri að skapa hér stöðugleika til næstu 10 ára með lágri verðbólgu þar sem svigrúm gefst til að vinna bug á atvinnuleysinu og efla atvinnulífið.

Samtök atvinnulífsins hafa gengið út frá því að 2%-3% atvinnuleysi samræmist góðu efnahagslegu jafnvægi en nauðsynlegt er að hér verði 4% - 5% hagvöxtur í a.m.k. þrjú ár samfellt, til að ná atvinnuleysinu vel niður og skapa Íslandi aftur möguleika til þess að verða meðal fremstu þjóða.

Umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar - smelltu til að hlusta

Leiðari fréttabréfs SA í september 2012

Fréttatilkynning SA í kjölfar undirritunar kjarasamninga í maí 2011 (PDF)

Samtök atvinnulífsins