Efnahagsmál - 

15. ágúst 2003

Launahækkanir nær tvöfalt meiri hérlendis

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launahækkanir nær tvöfalt meiri hérlendis

Dönsku samtök atvinnulífsins hafa birt niðurstöður ársfjórðungslegrar launakönnunar sinnar. Laun á almennum vinnumarkaði í Danmörku hækkuðu um 3,9% frá sama tíma í fyrra á 2. ársfjórðungi þessa árs. Þetta er nokkur lækkun á breytingartaktinum frá 1. ársfjórðungi en þá hækkuðu launin um rúm 4%. Sambærilegar hækkanir launa eru 3% að meðaltali á ári í ríkjum ESB.

Dönsku samtök atvinnulífsins hafa birt niðurstöður ársfjórðungslegrar launakönnunar sinnar. Laun á almennum vinnumarkaði í Danmörku hækkuðu um 3,9% frá sama tíma í fyrra á 2. ársfjórðungi þessa árs. Þetta er nokkur lækkun á breytingartaktinum frá 1. ársfjórðungi en þá hækkuðu launin um rúm 4%. Sambærilegar hækkanir launa eru 3% að meðaltali á ári í ríkjum ESB.

Nær tvöfalt meiri launahækkanir hérlendis

Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun hérlendis um 5,5% á almennum vinnumarkaði á 2. ársfjórðungi.  Launahækkanir voru enn meiri í opinbera geiranum, eða 5,9%. Samkvæmt þessu hafa launahækkanir verið næstum tvöfalt meiri hér á landi en að jafnaði meðal okkar samkeppnisríkja og eru þær langhæstar hérlendis.

Samtök atvinnulífsins