Efnahagsmál - 

09. Júlí 2009

Launabreytingum frestað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launabreytingum frestað

Með samkomulagi SA og ASÍ um framlengingu kjarasamninga þann 25. júní var launabreytingum frestað. Einungis kauptaxtar kjarasamninga hækka 1. júlí, um kr. 6.750 hjá verkafólki og afgreiðslufólki en kr. 8.750 hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki. Nýju kauptaxtana má finna í nýrri kaupgjaldsskrá SA. Laun sem eru hærri en nýju kauptaxtarnir hækka ekki.

Með samkomulagi SA og ASÍ um framlengingu kjarasamninga þann 25. júní var launabreytingum frestað. Einungis kauptaxtar kjarasamninga hækka 1. júlí, um kr. 6.750 hjá verkafólki og afgreiðslufólki en kr. 8.750 hjá iðnaðarmönnum og skrifstofufólki. Nýju kauptaxtana má finna í nýrri kaupgjaldsskrá SA. Laun sem eru hærri en nýju kauptaxtarnir hækka ekki. 

Helmingur hækkana á reiknitölu ákvæðisvinnu og kostnaðarliðum kemur nú til framkvæmda. Reiknitölur í fiskvinnslu og slátrun hækka ekki. 

Launaþróunartryggingu er frestað til 1. nóvember nk. og tekið er upp nýtt viðmiðunartímabil. Frá 3,5% grunnhækkun launa dragast allar hækkanir á launum frá 1. janúar 2009 til 1. nóvember 2009, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxtans. Starfsmenn sem hefja störf á árinu 2009 eiga rétt að 3,5% hækkun launa 1. nóvember nk. nema um annað hafi verið samið við ráðningu. Í þeim tilvikum er mikilvægt að taka fram í skriflegum ráðningarsamningi ef launabreyting 1. nóvember skal vera innifalin í umsömdum launakjörum.

SA hafa þegar fengið margar fyrirspurnir um framkvæmd þessa ákvæðis en fyrirtækin hafa mörg hver ekki bolmagn til launahækkana. Fyrirtækin hafa ekki hækkað laun á þessu ári og því kemur 3,5% launahækkun að fullu til framkvæmda nema um annað sé samið við starfsmenn. Telji fyrirtæki sér ekki fært að hækka laun 1. nóvember verður það annað hvort að leita eftir samkomulagi við starfsmenn um hvaða kjör skulu gilda frá og með 1. nóvember eða segja ráðningarkjörum upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Lögmenn SA hafa aðstoðað aðildarfyrirtækin við úrlausn þessara erfiðu mála.

Öllum launabreytingum sem ráðgerðar voru 1. janúar 2010 er frestað til 1. júní sama ár. Hækkanir frá og með 1. nóvember 2009 eru þó háðar því að kjarasamningar verði framlengdir í október nk. en þá meta aðilar hvort markmið stöðuleikasáttmálans hafi gengið eftir.

Samtök atvinnulífsins