Efnahagsmál - 

19. Mars 2002

Launabreytingar nálgast nágrannalöndin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Launabreytingar nálgast nágrannalöndin

Undanfarin ár hafa launabreytingar verið mun meiri hér á landi en í nálægum löndum. Þessi þróun hófst árið 1995 og hafa launabreytingarnar verið um tvöfalt meiri hér á landi, þegar einungis er litið til almenns markaðar. Launabreytingar hjá hinu opinbera hafa verið enn meiri eins og alkunna er. Flest síðustu ár hafa breytingarnar verið þannig að laun í nágrannalöndunum hafa verið að hækka á bilinu 3-4% árlega en um 5,5-6,5% hér á landi. Er þá miðað við mælingar Kjararannsóknarnefndar á almennum vinnumarkaði. Þessi munur tók að aukast á síðari hluta ársins 2000 og náði hámarki á fyrri hluta síðasta árs.

Undanfarin ár hafa launabreytingar verið mun meiri hér á landi en í nálægum löndum.  Þessi þróun hófst árið 1995 og hafa launabreytingarnar verið um tvöfalt meiri hér á landi, þegar einungis er litið til almenns markaðar.  Launabreytingar hjá hinu opinbera hafa verið enn meiri eins og alkunna er. Flest síðustu ár hafa breytingarnar verið þannig að laun í nágrannalöndunum hafa verið að hækka á bilinu 3-4% árlega en um 5,5-6,5% hér á landi.  Er þá miðað við mælingar Kjararannsóknarnefndar á almennum vinnumarkaði. Þessi munur tók að aukast á síðari hluta ársins 2000 og náði hámarki á fyrri hluta síðasta árs.

Heimild: Dansk arbejdsgiverforening og Kjararannsóknarnefnd

(smellið á myndina)

Á síðari hluta ársins 2000 voru launabreytingar á bilinu 8-9% hér á landi og urðu mestar tæp 14% á 1. ársfjórðungi 2001.  Eftir það dró hratt úr þessari launabólgu og var takturinn kominn í 6% samkvæmt síðustu mælingum, þ.e. á 4. ársfjórðungi sl. árs. Horfur eru á því að enn dragi úr launabreytingum þar sem dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði og má segja að hún sé horfin um þessar mundir. Ef að líkum lætur munu mælingar þessa árs leita í átt að kjarasamningsbundnum hækkunum, sem eru 3%.

Á hinum Norðurlöndunum hafa launabreytingar undanfarið verið um 4% á ársgrundvelli. Áberandi minnstar hafa þær verið í Svíþjóð, um 2-3%.

Samtök atvinnulífsins