Laun kvenna hækkað meira en karla
Samkvæmt launakönnun Hagstofunnar (áður Kjararannsóknar-nefndar)
hafa laun kvenna hækkað jafnt og þétt umfram laun karla frá árinu
1997. Launabreytingarnar eru mældar árs-fjórðungslega og byggjast á
ársbreytingu svokallaðra reglu-legra launa hjá sömu einstaklingum.
Þær 25 kannanir sem birtar hafa verið frá 4. ársfjórðungi 1998 hafa
leitt í ljós að laun kvenna hafa hækkað 22 sinnum umfram laun
karla.
58% hækkun hjá konum, 48% hjá körlum
Í síðustu könnun, sem gildir fyrir 4. ársfjórðung 2004, hækkuðu
laun kvenna um 6,3% en karla um 4,8% frá sama ársfjórðungi árið
áður. Niðurstöður fyrir fjórða ársfjórðung undanfarin ár hafa allar
sýnt umtalsvert meiri hækkun á launum kvenna en karla, oftast um
eða yfir 1% ár hvert. Þegar niðurstöður fyrir 4. árs-fjórðung ár
hvert eru tengdar saman í vísitölu þá fæst sú niður-staða að laun
kvenna hafa hækkað um 58% frá 4. ársfjórðungi 1997 en karla um 48%
á sama tíma.
Áherslur
kjarasamninga
Þessi þróun endurspeglar að nokkru leyti þá áherslu sem var í
kjarasamningum 2000-2003 þegar lægstu launataxtar voru hækkaðir
sérstaklega umfram laun almennt. Í samningunum 2004 var einnig
svipuð áhersla uppi en þá með þeim hætti að ýmsar aukagreiðslur
voru færðar inn í grunnlaun og kann sú þróun að hafa komið konum
frekar til góða á almennum vinnumarkaði.