Vinnumarkaður - 

23. Mars 2001

Laun kvenna hækka meira en laun karla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Laun kvenna hækka meira en laun karla

Laun kvenna hafa hækkað umtalsvert meira en laun karla á undanförnum árum samkvæmt mælingum Kjararannsóknarnefndar. Þessi þróun er stöðug þar sem laun kvenna hafa hækkað meira á hverjum einasta ársfjórðungi frá fjórða ársfjórðungi 1997 að einum undanteknum. Á þessum þremur árum, frá fjórða ársfjórðungi 1997 til jafnlengdar árið 2000, hafa laun kvenna hækkað um 3% meira en laun karla.

Laun kvenna hafa hækkað umtalsvert meira en laun karla á undanförnum árum samkvæmt mælingum Kjararannsóknarnefndar.  Þessi þróun er stöðug þar sem laun kvenna hafa hækkað meira á hverjum einasta ársfjórðungi frá fjórða ársfjórðungi 1997 að einum undanteknum.  Á þessum þremur árum, frá fjórða ársfjórðungi 1997 til jafnlengdar árið 2000, hafa laun kvenna hækkað um 3% meira en laun karla.

Samanburður á launum einstakra starfsstétta í nýbirtri könnun Kjararannsóknarnefndar og þeirri sem gerð var fyrir fjórða ársfjórðung 1999 leiðir í ljós að meðal launamunur hjá verkafólki hefur minnkað um 3% eða úr 15% árið 1999 í 12% nú.  Hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki hefur meðal launamunur einnig minnkað um 3%, eða úr 56% í 53% og hjá skrifstofufólki hefur munurinn minnkað um 4% eða úr 20% í 16%.  Mat á launamun kynjanna á grundvelli meðallauna stórra hópa, eins og hér er gert, er mjög næmt fyrir vægi þeirra starfa sem karlar sinna annars vegar og konur hins vegar.   Aukist vægi hærra launaðra starfa meðal kvenna þá mælist það sem hækkun á meðallaunum og minna launabil milli kynja, jafnvel þótt öll laun séu óbreytt.

Samtök atvinnulífsins