Vinnumarkaður - 

17. nóvember 2016

Látum ekki ofbeldi viðgangast á vinnustöðum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Látum ekki ofbeldi viðgangast á vinnustöðum

Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarefni sem nýtist stjórnendum. Með góðri stjórnun og skjótum viðbrögðum má koma í veg fyrir alvarleg vandamál á vinnustöðum eins og einelti, áreitni og ofbeldi. Bæklingarnir eru byggðir á fræðilegu efni, lögum um vinnuvernd og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarefni sem nýtist stjórnendum. Með góðri stjórnun og skjótum viðbrögðum má koma í veg fyrir alvarleg vandamál á vinnustöðum eins og einelti, áreitni og ofbeldi. Bæklingarnir eru byggðir á fræðilegu efni, lögum um vinnuvernd og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Bæklingunum er ætlað að leiðbeina stjórnendum og styðja þá og aðra á vinnustöðum í að fyrirbyggja og bregðast við hvers kyns óviðeigandi hegðun sem getur komið upp við mismunandi aðstæður á vinnustöðum.

Sættum okkur ekki við einelti, áreitni ofbeldi (PDF)

Enginn á að sætta sig við einelti,  áreitni ofbeldi (PDF)

Vinnueftirlitið efndi til ráðstefnu í október um hvernig hægt er að uppræta kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Upptaka af ráðstefnunni má nálgast á vefnum.

Smelltu til að horfa

Kynningar frummælenda má nálgast á vef Vinnueftirlitsins en meðal þeirra sem fluttu erindi var Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar. Þar er vinnuvernd tekin föstum tökum.

„Skilaboð okkar eru skýr, kynbundin áreitni, einelti og yfirgangur er og verður ekki liðinn. Þolandinn heldur vinnunni, ekki gerandinn,“ segir Guðmundur. „Það versta sem hægt er að gera er að sjá til, með því verður líðanin óbærileg og eru gerendur látnir hætta ef upp koma brot á vinnustaðnum.“

Kynning Guðmundar

Samtök atvinnulífsins