Efnahagsmál - 

17. Desember 2004

Laga þarf félagslega kerfið í ESB að nútímanum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Laga þarf félagslega kerfið í ESB að nútímanum

Ef hið félagslega kerfi Evrópusambandsríkjanna á að lifa af verður að efla efnahagslegan kraft ESB. Þetta kom fram í máli Manuels Barroso, nýs forseta framkvæmdastjórnar ESB, í umræðum í Evrópuþinginu. "Án vaxtar, án atvinnusköpunar, án kraftmeira hagkerfis getum við ekki viðhaldið því háa stigi almannatrygginga, félagslegrar verndar... og umhverfis-verndar sem við köllum evrópska módelið" sagði Barroso. Hann sagði nauðsynlegt að aðlaga hið félagslega kerfi aðildarríkjanna að nútímanum og aukinni kröfu um samkeppnishæfni.

Ef hið félagslega kerfi Evrópusambandsríkjanna á að lifa af verður að efla efnahagslegan kraft ESB. Þetta kom fram í máli Manuels Barroso, nýs forseta framkvæmdastjórnar ESB, í umræðum í Evrópuþinginu. "Án vaxtar, án atvinnusköpunar, án kraftmeira hagkerfis getum við ekki viðhaldið því háa stigi almannatrygginga, félagslegrar verndar... og umhverfis-verndar sem við köllum evrópska módelið" sagði Barroso. Hann sagði nauðsynlegt að aðlaga hið félagslega kerfi aðildarríkjanna að nútímanum og aukinni kröfu um samkeppnishæfni.

Sjá frétt á vef EUobserver.

Samtök atvinnulífsins