Efnahagsmál - 

17. Ágúst 2017

Lærum af reynslunni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lærum af reynslunni

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallar um stöðu efnahagsmála og hvaða lærdóm stjórnvöld geta dregið af reynslu fyrri ára í sumarhefti Þjóðmála.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallar um stöðu efnahagsmála og hvaða lærdóm stjórnvöld geta dregið af reynslu fyrri ára í sumarhefti Þjóðmála.

„Efnahagsleg staða Íslands hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum og hefur íslenskt hagkerfi sjaldan staðið á traustari grunni. Frá því efnahagsbatinn hófst í ársbyrjun 2011 hefur hagvöxtur verið að mestu leyti drifinn áfram af útflutningsgreinum. Fjármagnshöft sem voru hér við lýði í rúm átta ár heyra nú sögunni til og eftir farsælt losunarferli hefur lánshæfi íslenska ríkisins aukist. Þrátt fyrir að núverandi uppsveifla hafi staðið yfir í hátt í sjö ár þá er þjóðhagslegur sparnaður enn í sögulegum hæðum, viðskiptaafgangur mikill og útlánaaukning takmörkuð.

Háir raunvextir, miklar launahækkanir og styrking krónunnar eru þegar farin að þrengja að fyrirtækjum.

Þetta er nýr efnahagslegur raunveruleiki. Íslendingar hafa nýtt uppsveifluna til að greiða niður skuldir og safna í gjaldeyrisvaraforða,“ segir Ásdís í upphafi greinarinnar.

„Ekki má þó líta fram hjá efnahagslegum viðvörunarljósum. Háir raunvextir, miklar launahækkanir og styrking krónunnar eru þegar farin að þrengja að fyrirtækjum í erlendri samkeppni. Til viðbótar hafa lausatök í ríkisfármálum ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu og átt sinn þátt í viðvarandi raunvaxtamun við okkar helstu viðskiptalönd.“

Ásís segir stjórnvöld geta dregið eftirfarandi lærdóm af reynslu fyrri ára.

  • Stjórnvöld verða að axla ábyrgð. Lausbeisluð fjármálastefna hins opinbera á tímum góðæris er óábyrg stefna.
  • Launahækkanir umfram verðmætasköpun ógna verðstöðugleika og skerða samkeppnisstöðu þjóðarbúsins.
  • Svikalogn getur skapast í umhveri hárra vaxta.

Grein Ásdísar í Þjóðmálum 2. hefti 13. árg. má lesa hér (PDF)

 

Samtök atvinnulífsins