Læknisvottorðum hafnað og stéttarfélag dæmt

Í Danmörku hefur fallið dómur í máli þriggja uppeldisstarfsmanna við stofnun á Sjálandi þar sem læknisvottorðum þeirra er hafnað og fjarvera þeirra frá vinnu úrskurðuð vinnustöðvun sem brjóti gegn kjarasamningi. Jafnframt var stéttarfélag þremenninganna dæmt til bótagreiðslu, en það var talið standa að baki fjarveru þeirra. Í samtali við danska dagblaðið Jyllands-Posten segir formaður vottorðanefndar danskra læknasamtaka að læknisvottorð séu ekki alltaf neinn "endanlegur sannleikur," enda m.a. byggð á upplýsingum viðkomandi sjúklings.