1 MIN
Lækkun vaxta mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum
Hröð lækkun vaxta er lang mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum sem hægt er að grípa til á Íslandi. Ljóst er að við núverandi vaxtastig verður engin atvinnusköpun þar sem vart finnst sú fjárfesting sem stendur undir því. Það er óeðlilegt ástand að búa við 18% stýrivexti en vegna hins háa vaxtastigs verða engin ný störf til og störfum fækkar jafnframt óðfluga. Lækkun stýrivaxta í 8% gæti hugsanlega tryggt 7.000 fleiri störf á Íslandi á næsta ári en ella. Í dag eru 13.688 manns atvinnulausir á Íslandi.
Hröð lækkun vaxta er lang mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum sem hægt er að grípa til á Íslandi. Ljóst er að við núverandi vaxtastig verður engin atvinnusköpun þar sem vart finnst sú fjárfesting sem stendur undir því. Það er óeðlilegt ástand að búa við 18% stýrivexti en vegna hins háa vaxtastigs verða engin ný störf til og störfum fækkar jafnframt óðfluga. Lækkun stýrivaxta í 8% gæti hugsanlega tryggt 7.000 fleiri störf á Íslandi á næsta ári en ella. Í dag eru 13.688 manns atvinnulausir á Íslandi.
Vaxtakjör sem bjóðast íslenskum fyrirtækjum eru 21-25% óverðtryggðir útlánsvextir og verðtryggð útlán sem bera 9-14% raunvexti ofan á verðtryggingu. Lán tengd erlendum gjaldmiðlum bjóðast ekki lengur. Þegar Seðlabankinn tók að hækka vexti úr 5% vorið 2004 í 15% í mars 2008 leiddi það til þess að íslensk fyrirtæki tóku í vaxandi mæli að víkja sér undan innlendu vaxtastigi með því að taka gengisbundin lán, þ.e. lán í erlendum gjaldmiðlum með erlendum vöxtum.
Gengisbundin lán fyrirtækja námu 73% af skuldum þeirra í mars 2008 en hlutur þeirra var 56% í ársbyrjun 2004. Sama þróun átti sér stað hjá heimilunum þar sem hlutur gengisbundinna skulda þeirra jókst úr 4% heildarskulda í ársbyrjun 2004 í 22% í mars 2008. Þegar lokaðist fyrir aðgang að ódýru erlendu lánsfé lagði innlenda vaxtastigið lamandi hönd á atvinnulífið.

Sambandið milli vaxtastigs og atvinnusköpunar er ekki nákvæmlega þekkt hér á landi en það er mat sérfræðinga Danske Bank að 0,5% vaxtalækkun í Danmörku hefði þau áhrif að störf yrðu 15.000 fleiri en ella á næsta ári. Fjöldi starfa í Danmörku er 2,3 milljónir þannig að matið byggir á þeirri forsendu að hver prósenta í vaxtalækkun fjölgi störfum um 1,3%.
Danska viðskiptablaðið Börsen fjallaði um málið í vikunni en ólíklegt er að sambandið milli vaxta- og atvinnustigs sé það sama hér á landi og í Danmörku, m.a. vegna verðtryggingar og opinbers íbúðalánamarkaðar. En sambandið er ótvírætt fyrir hendi og ef áætlað er varlega að áhrif vaxtabreytinga á atvinnustig séu aðeins þriðjungur af þeim sem eru í Danmörku þá gæti lækkun stýrivaxta um 10 prósentustig varið um 7.000 störf. Þrátt fyrir svo mikla lækkun væru vextir á Íslandi mun hærri en í okkar viðskiptalöndum.
Sjá nánar:
Rætt við Þór Sigfússon í Reykjavík síðdegis - 6. febrúar (Tímakóði: 1:05:10)
Frétt RÚV um málið 7. febrúar - rætt við Vilhjálm Egilsson
Frétt Stöðvar 2 - 8. febrúar