Efnahagsmál - 

07. maí 2009

Lækkun stýrivaxta fagnað í Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lækkun stýrivaxta fagnað í Evrópu

Seðlabanki Evrópu lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentur og eru þeir nú 1%. Danski seðlabankinn fylgdi í kjölfarið og lækkaði stýrivexti í 1,65% en Íslendingar mega búa við 13% stýrivexti eftir lækkun dagsins hjá Seðlabanka Íslands. Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, fagna því að stýrivextir séu nú aðeins 1% á evrusvæðinu og segja nauðsynlegt að grípa til óhefðbundinna meðala til að koma krafti í atvinnulífið á nýjan leik.

Seðlabanki Evrópu lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentur og eru þeir nú 1%. Danski seðlabankinn fylgdi í kjölfarið og lækkaði stýrivexti í 1,65% en Íslendingar mega búa við 13% stýrivexti eftir lækkun dagsins hjá Seðlabanka Íslands. Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, fagna því að stýrivextir séu nú aðeins 1% á evrusvæðinu og segja nauðsynlegt að grípa til óhefðbundinna meðala til að koma krafti í atvinnulífið á nýjan leik.

Í fréttatilkynningu BUSINESSEUROPE í dag segir forseti samtakanna, Ernest-Antoine Seillière, að stýrivaxtalækkun Seðlabanka Evrópu sé djörf og til þess fallin að auðvelda fjármögnun fyrirtækja. Með 1% stýrivöxtum verði endurreisn atvinnulífsins hraðað og minni líkur séu á því að kreppan muni dýpka enn frekar með ófyrirséðum afleiðingum.

SA og SI eiga aðild að BUSINESSEUROPE en samtökin eru fulltrúi meira en 20 milljón fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum í 34 löndum.

Sjá nánar:

Fréttatilkynning BUSINESSEUROPE 7. maí 2009

Samtök atvinnulífsins