Efnahagsmál - 

18. desember 2008

Lækka verður stýrivexti strax

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lækka verður stýrivexti strax

Lækkun stýrivaxta á Íslandi er forgangsmál og þá verður að lækka verulega nú þegar til að eigið fé fyrirtækja í landinu brenni ekki endanlega upp. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður SA, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis. Þór segir óskiljanlegt að stýrivextir á Íslandi séu nú 18% og að einhver komist að þeirri niðurstöðu að það skili einhverju við núverandi aðstæður. Á sama tíma hafi Norðmenn lækkað stýrivexti í 3% og stýrivextir í Bandaríkjunum og Bretlandi séu mun lægri. "Það er eins og einhver vilji okkur illt," sagði Þór. Stýrivaxtapólitíkin sem iðkuð hafi verið á Íslandi sé eitt stærsta vandamál atvinnulífsins.

Lækkun stýrivaxta á Íslandi er forgangsmál og þá verður að lækka verulega nú þegar til að eigið fé fyrirtækja í landinu brenni ekki endanlega upp. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður SA, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis. Þór segir óskiljanlegt að stýrivextir á Íslandi séu nú 18% og að einhver komist að þeirri niðurstöðu að það skili einhverju við núverandi aðstæður. Á sama tíma hafi Norðmenn lækkað stýrivexti í 3% og stýrivextir í Bandaríkjunum og Bretlandi séu mun lægri. "Það er eins og einhver vilji okkur illt," sagði Þór. Stýrivaxtapólitíkin sem iðkuð hafi verið á Íslandi sé eitt stærsta vandamál atvinnulífsins.

Þór segir að sú einkennilega stefna að halda stýrivöxtum gríðarlega háum á Íslandi hafi leitt til erlendrar lántöku fyrirtækja sem hafi leitað hagstæðari fjármögnunar. Hefja verði kröftuga umræðu um lækkun stýrivaxta og hvetur formaður SA ríkisstjórnina til að bregðast skjótt við því ófremdarástandi sem íslenskt atvinnulíf býr við.

Rætt var við Þór á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis um stýrivextina auk viðskipta fyrirtækja við banka og fjármögnun þeirra.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Þór

Samtök atvinnulífsins