Efnahagsmál - 

02. Oktober 2003

Lægstu launin hafa hækkað mest

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lægstu launin hafa hækkað mest

Undanfarin samningstímabil hafa verið stigin stór skref í hækkun lægstu launataxta. Í ársbyrjun 1997 var lægsti launataxti tæpar 53.000 krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru nú 93.000 og að viðbættum desember- og orlofsuppbótum eru þau tæpar 98.000. Lágmarkslaunin hafa hækkað um 75% á síðustu sex árum samanborið við 50% hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

Undanfarin samningstímabil hafa verið stigin stór skref í hækkun lægstu launataxta. Í ársbyrjun 1997 var lægsti launataxti tæpar 53.000 krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru nú 93.000 og að viðbættum desember- og orlofsuppbótum eru þau tæpar 98.000. Lágmarkslaunin hafa hækkað um 75% á síðustu sex árum samanborið við 50% hækkun launa á almennum vinnumarkaði.

Tvöfalt meiri kaupmáttaraukning lægstu launa
En verðbólgan hefur hoggið skörð í þessar hækkanir þótt því fari fjarri að hún hafi étið þær upp. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur hækkað um 40% frá ársbyrjun 1997 sem er ríflega tvöfalt meiri kaupmáttaraukning en almennt gerist hjá launafólki á almennum vinnumarkaði, þar sem kaupmáttaraukningin nemur tæpum 20%.

(Smellið á myndina)

Svigrúmið fullnýtt
Rétt er að hafa í huga að þessar miklu lagfæringar á lægstu launatöxtunum komu í kjölfar mjög langs tímabils þar sem engar sérstakar hækkanir höfðu verið gerðar á launatöxtum. Sérstök hækkun var gerð á lágmarkslaunum árið 1986 og nýtt taxtakerfi var byggt upp í kjölfarið árið 1987. Það má segja að liðið hafi tæpur áratugur, þ.e. árin 1988-1996, án þess að gerðar hafi verið markverðar tilraunir til sérstakrar hækkunar lægstu launataxta. Það má því segja að komið hafi verið tilefni til sérstakrar hækkunar lágmarkslauna hafi safnast upp og svigrúmið hafi verið fullnýtt undanfarin ár. Á hinn bóginn er næsta víst að við núverandi aðstæður, þar sem almennir launataxtar eru mun nær greiddum launum en áður, muni sérstakar hækkanir lægstu launa mistakast og færast upp allan launastigann.

Samtök atvinnulífsins