Menntamál - 

09. febrúar 2001

Kynnt stefna starfsmenntasjóðs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynnt stefna starfsmenntasjóðs

Árið 2001 mun starfsmenntasjóður styrkja þrenns konar verkefni: Verkefni sem tengjast notkun internetsins í starfsmenntun (20 milljónir), verkefni er stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar (20 milljónir) og starfsmenntun erlends vinnuafls (5 milljónir). Rétt til að sækja um styrk eiga samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars og miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna sem ljúka á fyrir vorið 2002. Sjá nánar á heimasíðu Starfsmenntaráðs

Árið 2001 mun starfsmenntasjóður styrkja þrenns konar verkefni: Verkefni sem tengjast notkun internetsins í starfsmenntun (20 milljónir), verkefni er stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar (20 milljónir) og starfsmenntun erlends vinnuafls (5 milljónir). Rétt til að sækja um styrk eiga samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars og miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna sem ljúka á fyrir vorið 2002. Sjá nánar á heimasíðu Starfsmenntaráðs

Samtök atvinnulífsins