Efnahagsmál - 

10. september 2009

Kynningarfundir: Leiðbeiningar um stjórnarhætti

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynningarfundir: Leiðbeiningar um stjórnarhætti

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq OMX Ísland, munu standa fyrir kynningarfundum í september á þriðju útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem komu út í sumar. Um verður að ræða stutta fundi á tímum sem henta stjórnendum og starfsmönnum aðildarfyrirtækja. Farið verður yfir efnistök nýju leiðbeininganna og spurningum svarað.

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Nasdaq OMX Ísland, munu standa fyrir kynningarfundum í september á þriðju útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem komu út í sumar. Um verður að ræða stutta fundi á tímum sem henta stjórnendum og starfsmönnum aðildarfyrirtækja. Farið verður yfir efnistök nýju leiðbeininganna og spurningum svarað.

Kynningarfundirnir eru hluti af aukinni áherslu SA, Viðskiptaráðs og Kauphallarinnar á að íslensk fyrirtæki tileinki sér viðmið og leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Það er samhljóma álit þessara samstarfsaðila að almenn innleiðing leiðbeininga um góða stjórnarhættir sé eitt af mörgum mikilvægum skrefum í átt að endurreisn íslensks viðskipta- og efnahagslífs.

Aðildarfyrirtæki geta óskað eftir kynningarfundi með því að hafa samband við Harald I. Birgisson, lögfræðing Viðskiptaráðs, með tölvupósti á haraldur@vi.is eða í síma 510-7109 einnig Hörð Vilberg hjá SA, hordur@sa.is eða í síma 591-0005.

Miðað er við að fundirnir verði haldnir hjá SA eða VÍ og verði félögum að kostnaðarlausu.

Sjá nánar:

Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja - 3. útgáfa

Samtök atvinnulífsins