Samkeppnishæfni - 

19. nóvember 2002

Kynning: úrvinnslugjald og meðhöndlun úrgangs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynning: úrvinnslugjald og meðhöndlun úrgangs

Þriðjudaginn 26. nóvember verður haldinn kynningar-fundur um efni lagafrumvarpa um úrvinnslugjald annars vegar og um meðhöndlun úrgangs hins vegar. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í Borgartúni 35, 5. hæð, kl. 15:00.

Þriðjudaginn 26. nóvember verður haldinn kynningar-fundur um efni lagafrumvarpa um úrvinnslugjald annars vegar og um meðhöndlun úrgangs hins vegar. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í Borgartúni 35, 5. hæð, kl. 15:00.

Frumvarp til laga um úrvinnslugjald gerir ráð fyrir að beitt verði hagrænum aðgerðum til að auka endurnýtingu á tilgreindum úrgangsflokkum sem taldir eru upp í frumvarpinu. Byggt er á þeirri reynslu sem fengist hefur við framkvæmd laga um spilliefnagjald.

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs tekur til móttökustöðva, urðunarstaða og brennslustöðva.

Fundurinn er ætlaður félagsmönnum SA. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í síma 591-0000 eða á netfangið sa@sa.is.

 

Samtök atvinnulífsins