Vinnumarkaður - 

13. mars 2009

Kynbundinn launamunur á undanhaldi (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynbundinn launamunur á undanhaldi (1)

Í viðamikilli rannsókn á launum fólks sem gerð var á vegum Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ParX, mældist enginn launamunur milli kynja meðal fólks á þrítugsaldri. Í sambærilegri könnun árið 2007 mældist munurinn 10%. Athygli vekur að launamunur kynja minnkar samkvæmt könnuninni í öllum aldurshópum. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr launabókhaldi fyrirtækja sem kjósa að taka þátt í árlegri greiningu á launagreiðslum.

Í viðamikilli rannsókn á launum fólks sem gerð var á vegum Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ParX, mældist enginn launamunur milli kynja meðal fólks á þrítugsaldri. Í sambærilegri könnun árið 2007 mældist munurinn 10%. Athygli vekur að launamunur kynja minnkar samkvæmt könnuninni í öllum aldurshópum. Niðurstöðurnar byggja á gögnum úr launabókhaldi fyrirtækja sem kjósa að taka þátt í árlegri greiningu á launagreiðslum.

Könnunin 2009 náði til launagreiðslna á árinu 2008 og könnunin 2007 til launagreiðslna á árinu 2006. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig hlutfall launa kvenna af launum karla eftir aldri hefur breyst milli áranna 2006 og 2008. 

Hlutfall launa kvenna af launum karla eftir aldri

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Samtök atvinulífsins fagna þessari jákvæðu þróun á íslenskum vinnumarkaði og að fram séu komnar vísbendingar um að kynbundinn launamunur sé á undanhaldi. Óskýrður launamunur milli kynja mældist nokkru minni en í mörgum nýlegum rannsóknum hérlendis. Munurinn  nú er 7% en var 12% í könnuninni árið 2007.

Sjá nánar:

Umfjöllun um könnunina á vef SA

Samtök atvinnulífsins