Efnahagsmál - 

28. Mars 2012

Kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar skaðleg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar skaðleg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir ný kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar sem kynnt voru í upphafi vikunnar. "Við höfum áhyggjur af því að það sé í senn verið að gera breytingar sem minnka arðsemi í greininni og að á sama tíma eigi að leggja þyngri skatta á hana og ég sé ekki hvernig þetta getur gengið upp saman," segir Vilhjálmur aðspurður í Morgunblaðinu um fyrstu viðbrögð SA við nýju kvótafrumvörpunum.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir ný kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar sem kynnt voru í upphafi vikunnar. "Við höfum áhyggjur af því að það sé í senn verið að gera breytingar sem minnka arðsemi í greininni og að á sama tíma eigi að leggja þyngri skatta á hana og ég sé ekki hvernig þetta getur gengið upp saman," segir Vilhjálmur aðspurður í Morgunblaðinu um fyrstu viðbrögð SA við nýju kvótafrumvörpunum.

Hann bætir við að svo virðist sem í frumvarpinu sé alltof mikið verið að eltast við pólitíska duttlunga og sérvisku frekar en að leggja áherslu á að sjávarútvegurinn sé rekinn sem alvöruatvinnugrein sem standi undir góðum lífskjörum starfsmanna sinna og leggi sitt af mörkum til alls samfélagsins.

"Ef þú blandar öllu þessu saman reiknar maður með því að það verði einhverjar útgerðir í slíkri stöðu," segir Vilhjálmur spurður út í það hvort hann hafi áhyggjur af því að einhverjar útgerðir muni fara í þrot ef frumvörpin verða að lögum.

Mjög víðtæk gagnrýni hefur komið fram á kvótafrumvörpin úr ýmsum áttum en nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Samtök atvinnulífsins