Efnahagsmál - 

03. október 2011

Kreppa út áratuginn án aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kreppa út áratuginn án aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu

Íslendingar verða í kreppu út áratuginn ef ekki tekst að örva fjárfestingu í íslensku efnahagslífi. Þetta kom fram á þættinum Sprengisandi á Bylgjunni en rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, um stöðu og horfur í atvinnulífinu. Hann segir að hagvöxtur sé allt of lítill enn sem komið er og án uppsveiflu í efnahagslífinu verði það fastir liðir á hverju ári að hækka skatta og skera niður útgjöld til velferðarmála. Vilhjálmur benti á að fyrst eftir bankahrunið hefði verið sett það markmið að hagvöxtur færi upp í 4-5% á ári. En samkvæmt spá Seðlabankans væri einungis gert ráð fyrir 1,6% hagvexti á næsta ári. Hann segir að stjórnvöld verði að standa sig miklu betur í að skapa atvinnulífinu hagfelld rekstrarskilyrði og standa við gefin fyrirheit svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast af krafti á ný.

Íslendingar verða í kreppu út áratuginn ef ekki tekst að örva fjárfestingu í íslensku efnahagslífi. Þetta kom fram á þættinum Sprengisandi á Bylgjunni en rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA, um stöðu og horfur í atvinnulífinu. Hann segir að hagvöxtur sé allt of lítill enn sem komið er og án uppsveiflu í efnahagslífinu verði það fastir liðir á hverju ári að hækka skatta og skera niður útgjöld til velferðarmála. Vilhjálmur benti á að fyrst eftir bankahrunið hefði verið sett það markmið að hagvöxtur færi upp í 4-5% á ári. En samkvæmt spá Seðlabankans væri einungis gert ráð fyrir 1,6% hagvexti á næsta ári. Hann segir að stjórnvöld verði að standa sig miklu betur í að skapa atvinnulífinu hagfelld rekstrarskilyrði og standa við gefin fyrirheit svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast af krafti á ný.

Vilhjálmur segir SA hafa lagt sitt af mörkum til að vinna með núverandi ríkisstjórn til að ná Íslandi út úr kreppunni en meira þurfi til svo fjölga megi störfum á ný og kveða atvinnuleysið niður. Ríkisstjórnin hafi misst af mörgum tækifærum til að efla hér hagvöxt.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA

Tengt efni:

Fjölga þarf störfum á íslenskum vinnumarkaði

Samtök atvinnulífsins