Efnahagsmál - 

20. febrúar 2008

Kostnaðarauki atvinnulífsins vegna kjarasamninganna 17. febrúar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kostnaðarauki atvinnulífsins vegna kjarasamninganna 17. febrúar

Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru þann 17. febrúar síðastliðinn hafa það að meginmarkmiði að stuðla að hjaðnandi verðbólgu. Lykilatriði er að þeir fela ekki í sér neinar almennar launahækkanir fyrstu tvö árin, hvorki í formi prósentu né krónutölu. Í staðinn er kostnaðarauka vegna launaliðar samninganna veitt til þeirra launamanna sem greidd eru laun samkvæmt samningsbundnum lágmarkstöxtum kjarasamninga og þeirra sem lítt eða ekki nutu launaskriðs á árinu 2007.

Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru þann 17. febrúar síðastliðinn hafa það að meginmarkmiði að stuðla að hjaðnandi verðbólgu. Lykilatriði er að þeir fela ekki í sér neinar almennar launahækkanir fyrstu tvö árin, hvorki í formi prósentu né krónutölu. Í staðinn er kostnaðarauka vegna launaliðar samninganna veitt til þeirra launamanna sem greidd eru laun samkvæmt samningsbundnum lágmarkstöxtum kjarasamninga og þeirra sem lítt eða ekki nutu launaskriðs á árinu 2007.

Samningarnir þann 17. febrúar ná til þeirra tæplega 80 þúsund launamanna sem eru í stéttarfélögum innan vébanda ASÍ. Við samningsgerðina var litið á allan hópinn sem eina heild og kostnaðarauki samninganna metinn út frá því, en ekki einstökum félögum eða starfsgreinum.

Hækkun samningsbundinna lágmarkstaxta var talinn breyta launum tæplega þriðjungs af heildinni og var kostnaðarauki atvinnulífsins vegna taxtabreytinganna metinn til 1,9% hækkunar á launasummunni árið 2008, 1,6% árið 2009 og 0,6% árið 2010.

Launaþróunartryggingin var talin breyta launum rúmlega 20% launamanna til viðbótar við þann þriðjung launamanna sem fá launahækkanir vegna hækkunar lágmarkstaxta. Áætluð hækkun launagreiðslna vegna launaþróunartryggingarinnar er 1,4% árið 2008 og 1,1% árið 2009.

Árið 2010 er almenn hækkun allra launa 2,5% en þar til viðbótar er hækkun lágmarkstaxta áætluð valda 0,2% kostnaðarauka.

Kostnaðarauki atvinnulífsins vegna ákvæða samninganna um launaliði nema því 3,3% (1,9%+1,4%) árið 2008, 2,7% árið 2009 (1,6%+1,1%) og 2,7% árið 2010 sem stendur saman af almennri 2,5% hækkun launa og sérstakri hækkun lágmarkstaxta.

Þessu til viðbótar eykst kostnaður fyrirtækja vegna ýmissa annarra ákvæða samninganna. Lenging orlofs er þar kostnaðarsamast en við bætist einn orlofsdagur hjá allmörgum á þessu ári, mismunandi eftir stéttarfélögum þó, og að auki bætis annar orlofsdagur við hjá mörgum á næsta ári. Þá eru fjárhæðir slysatrygginga hækkaðar verulega og hækka tryggingariðgjöld fyrirtækja af þeim sökum. Framlög í starfsmenntasjóði eru hækkuð og réttur starfsmanna til þess að sækja starfsmenntun í vinnutíma er aukinn. Þá er Endurhæfingarsjóður settur á stofn og munu greiðslur í hann hefjast 1. júní 2008. Loks var réttur vegna veikinda barna aukinn úr 10 dögum í 12 á hverjum 12 mánuðum.

Áætlaður kostnaðarauki atvinnulífsins

vegna samninganna 17. febrúar

2008 2009 2010

Taxtabreytingar

1,90%

1,6%

0,2%

Almenn hækkun

2,5%

Launaþróunartrygging

1,40%

1,1%

Orlof

0,25%

0,1%

Slysatryggingar

0,20%

Námsorlof

0,06%

Áfallatryggingar

0,13%

Starfsmenntasjóðir

0,05%

Veikindi barna

0,01%

Samtals 4,00% 2,8% 2,7%

Við mat á kostnaðarauka atvinnulífsins vegna taxtahækkana og launaþróunartryggingar var byggt á úrvinnslu úr launakönnun Hagstofu Íslands sem liggur til grundvallar hagskýrslugerð stofnunarinnar um um laun og launavísitölur. Sérstök úrvinnsla var gerð fyrir samningsaðila um stöðutölur um hrein mánaðarlaun, regluleg mánaðarlaun (með álögum) og heildar mánaðarlaun (með yfirvinnu) í september 2007 annars vegar og dreifingu prósentuhækkana launa frá janúar til desember 2007 hins vegar.

Samtök atvinnulífsins