Efnahagsmál - 

27. maí 2009

Komin á endapunkt með krónuna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Komin á endapunkt með krónuna

Aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera leita nú leiða til þess að koma á stöðugleikasáttmála. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það, segir framkvæmdastjóri SA í samtali við Morgunblaðið í dag. "Menn eru komnir á endapunkt með gjaldmiðilinn og reyna að leita allra leiða. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það. Þetta er eitt af því sem menn eru mikið að velta fyrir sér," segir Vilhjálmur Egilsson. Hann segir gjaldeyrishöftin staðfesta að menn þori ekki að vera með frjálsan gjaldmiðil. "Á meðan við erum með gjaldeyrishöftin er erfitt að byggja upp tiltrú á krónuna."

Aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera leita nú leiða til þess að koma á stöðugleikasáttmála. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það, segir framkvæmdastjóri SA í samtali við Morgunblaðið í dag. "Menn eru komnir á endapunkt með gjaldmiðilinn og reyna að leita allra leiða. Hluti af stöðugleikasáttmála er að hækka gengið og festa það. Þetta er eitt af því sem menn eru mikið að velta fyrir sér," segir Vilhjálmur Egilsson. Hann segir gjaldeyrishöftin staðfesta að menn þori ekki að vera með frjálsan gjaldmiðil. "Á meðan við erum með gjaldeyrishöftin er erfitt að byggja upp tiltrú á krónuna."

Í frétt blaðsins 27. maí segir ennfremur:

Vilhjálmur tekur það fram að mikilvægt sé að fastgengisstefna sé traust og að öll efnahagsstefnan verði að taka mið af því að halda genginu föstu. "Það er ekki hægt að taka upp fastgengisstefnu án þess að gera annað í leiðinni. Það þarf að taka hagstjórnina allt öðrum tökum og hegða sér í samræmi við efnahagsstjórn Dana. Hjá þeim má ekkert gera sem gerir það að verkum að hætta sé á að danska krónan lendi undir pressu. Það eru allir samþykkir þessu og menn fara ekki fram úr sjálfum sér."

Sjá nánar í Morgunblaðinu 27. maí 2009

Samtök atvinnulífsins