Efnahagsmál - 

14. Febrúar 2011

Kjaraviðræður halda áfram í dag

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræður halda áfram í dag

Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa orðið ásátt um að hefja á nýjan leik viðræður um nýjan kjarasamning til þriggja ára sem taka myndi gildi í júní 2011. Aðilar vinnumarkaðarins munu funda í dag hjá ríkissáttasemjara en stefnt er að því að viðræðum verði lokið á næstu vikum og á þeim tíma verði unnið að samkomulagi um laun og aðra þætti samningsins. Á sama tíma verður rætt við ríkisstjórn og Alþingi um starfsskilyrði atvinnulífsins og áherslumál verkalýðshreyfingarinnar. SA vilja fara atvinnuleiðina út úr kreppunni og eru þriggja ára kjarasamningar einn lykilþáttur í þeirri leið.

Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa orðið ásátt um að hefja á nýjan leik viðræður um nýjan kjarasamning til þriggja ára sem taka myndi gildi í júní 2011. Aðilar vinnumarkaðarins munu funda í dag hjá ríkissáttasemjara en stefnt er að því að viðræðum verði lokið á næstu vikum og á þeim tíma verði  unnið að  samkomulagi um laun og aðra þætti samningsins. Á sama tíma verður rætt við ríkisstjórn og Alþingi um starfsskilyrði atvinnulífsins og áherslumál verkalýðshreyfingarinnar. SA vilja fara atvinnuleiðina út úr kreppunni og eru þriggja ára kjarasamningar einn lykilþáttur í þeirri leið.

Allt útlit er fyrir að á morgun hefjist verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að komi til verkfalls muni það valda samfélaginu stórkostlegu tjóni og skaða fyrirtækin og starfsfólk þeirra sem fari ekki í verkfall. Fram hefur komið að mögulegt tjón vegna verkfallsins geti numið um 10 milljörðum króna.

Vilhjálmur segir að ekki gangi í þeirri stöðu sem er á vinnumarkaðinum að einn hópur fari á undan og krefjist meiri hækkana en aðrir.

Sjá nánar:

Umfjöllun Fréttablaðsins, 14. febrúar 2011

Umfjöllun um atvinnuleiðina á vef SA:

Atvinnuleiðin er fær


Óviðunandi að 14.000 séu án vinnu

Samtök atvinnulífsins