Vinnumarkaður - 

03. Apríl 2011

Kjaraviðræður halda áfram (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræður halda áfram (1)

Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins,ASÍ og aðildarsambanda þeirra hafa haldið áfram um helgina. Unnið hefur verið að því að móta viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við drögum ríkisstjórnarinnar að yfirlýsingu sem kynnt var síðastliðin fimmtudag til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. Af hálfu SA hefur m.a. verið lögð áhersla á að skýrara verði kveðið á um framkvæmdir í yfirlýsingunni og stór fjárfestingarverkefni.

Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins,ASÍ og aðildarsambanda þeirra hafa haldið áfram um helgina. Unnið hefur verið að því að móta viðbrögð aðila vinnumarkaðarins við drögum ríkisstjórnarinnar að yfirlýsingu sem kynnt var síðastliðin fimmtudag til að liðka fyrir gerð kjarasamninga til þriggja ára. Af hálfu SA hefur m.a. verið lögð áhersla á að skýrara verði kveðið á um framkvæmdir í yfirlýsingunni og stór fjárfestingarverkefni.

Þá telja samtökin nauðsynlegt að ná sanngjarnri sátt um málefni sjávarútvegsins, bæði fyrir atvinnugreinina og þjóðina, en SA kynntu sjávarútvegsráðherra tillögur að málamiðlun á föstudaginn. SA hafa lagt á það mikla áherslu að ekki sé hægt að skilja eina mikilvægustu atvinnugrein landsins eftir í óvissu þegar rætt er um sókn í atvinnumálum og kjarasamninga til lengri tíma. Búist er við því að aðilar vinnumarkaðarins kynni ríkisstjórninni viðbrögð sín í dag og á morgun hefjist lokaáfanginn í kjaraviðræðunum.

Samtök atvinnulífsins