Vinnumarkaður - 

21. febrúar 2011

Kjaraviðræður halda áfram

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræður halda áfram

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun til að ræða stöðu og framvindu kjaraviðræðna og lauk þeim fundi rétt fyrir hádegið. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður við sérsambönd ASÍ um ýmis sérmál en ákveðið var að nú yrði settur kraftur í viðræður um sameiginleg mál SA og ASÍ. Áfram er unnið að því að leggja grunn að þriggja ára kjarasamningi sem taki gildi í júní 2011 og er stefnt að því að ljúka viðræðum á næstu vikum.

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun til að ræða stöðu og framvindu kjaraviðræðna og lauk þeim fundi rétt fyrir hádegið. Undanfarna viku hafa staðið yfir viðræður við sérsambönd ASÍ um ýmis sérmál en ákveðið var að nú yrði settur kraftur í viðræður um sameiginleg mál SA og ASÍ. Áfram er unnið að því að leggja grunn að þriggja ára kjarasamningi sem taki gildi í júní 2011 og er stefnt að því að ljúka viðræðum á næstu vikum.

Einnig verður lögð áhersla á að koma á skrið viðræðum við stjórnvöld um aðkomu þeirra að kjarasamningunum en forsenda þess að hægt verði að semja til þriggja ára er sú að ríkisstjórnin komi að gerð samninganna.

Samtök atvinnulífsins