Vinnumarkaður - 

15. nóvember 2004

Kjaraviðræðum við blaðamenn frestað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræðum við blaðamenn frestað

Samkomulag hefur náðst um að fresta kjaraviðræðum við blaðamenn til haustsins 2005 og muni friðarskylda gilda til 20. nóvember 2005. Í tengslum við undirritun nýrrar viðræðu-áætlunar þess efnis hefur m.a. orðið að samkomulagi að laun blaðamanna hækki um 3,0% frá og með 1. nóvember 2004 og breyting verði á greiðslum í lífeyrissjóð 1. janúar 2005 eins og hjá þeim starfsstéttum sem samið hefur verið við á árinu.

Samkomulag hefur náðst um að fresta kjaraviðræðum við blaðamenn til haustsins 2005 og muni friðarskylda gilda til 20. nóvember 2005. Í tengslum við undirritun nýrrar viðræðu-áætlunar þess efnis hefur m.a. orðið að samkomulagi að laun blaðamanna hækki um 3,0% frá og með 1. nóvember 2004 og breyting verði á greiðslum í lífeyrissjóð 1. janúar 2005 eins og hjá þeim starfsstéttum sem samið hefur verið við á árinu.

Samtök atvinnulífsins