Efnahagsmál - 

25. febrúar 2011

Kjaraviðræðum ljúki um miðjan mars

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjaraviðræðum ljúki um miðjan mars

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is að viðræður um gerð nýs kjarasamnings gangi vel. Hann vonast eftir að niðurstaða liggi fyrir um miðjan mars. Í febrúar náðist samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins og landssambanda ASÍ um að hefja vinnu við gerð langtímasamnings til þriggja ára sem hefði það að markmiði að auka kaupmátt og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu. Sú vinna er nú í fullum gangi en samninganefndir SA og ASÍ munu hittast á mánudaginn til að meta stöðuna.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við mbl.is að viðræður um gerð nýs kjarasamnings gangi vel. Hann vonast eftir að niðurstaða liggi fyrir um miðjan mars. Í febrúar náðist samkomulag á milli Samtaka atvinnulífsins og landssambanda ASÍ um að hefja vinnu við gerð langtímasamnings til þriggja ára sem hefði það að markmiði að auka kaupmátt og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu. Sú vinna er nú í fullum gangi en samninganefndir SA og ASÍ munu hittast á mánudaginn til að meta stöðuna.

Vilhjálmur segir kjaraviðræðurnar ganga vel en viðræður við stjórnvöld séu þó ekki hafnar að neinu viti. Nú sé hins vegar komið að því að samningsaðilar ræði við stjórnvöld. Ljóst sé að ekki takist að klára nýan kjarasamning fyrir mánaðamót en vonandi fyrir miðjan mars.

Hugmyndin sem nú er rætt um er að launþegar fái eingreiðslu áður en eiginlegur þriggja ára samningur taki gildi í júní í sumar. Aðspurður segir Vilhjálmur ekki búið að negla niður hvenær þessi greiðsla yrði innt af hendi. Ekki sé heldur farið að ræða breytingar á launalið samningsins.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is um stöðu kjaraviðræðna

Samtök atvinnulífsins