Vinnumarkaður - 

04. September 2008

Kjarasamningur gerður við aðildarfélög BHM

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjarasamningur gerður við aðildarfélög BHM

Samtök atvinnulífsins hafa undirritað kjarasamning við 14 aðildarfélög BHM og tekur hann gildi 1. október nk. Samningurinn nær til félagsmanna í hlutaðeigandi stéttarfélögum sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA og gegna störfum sem krefjast háskólamenntunar.

Samtök atvinnulífsins hafa undirritað kjarasamning við 14 aðildarfélög BHM og tekur hann gildi 1. október nk. Samningurinn nær til félagsmanna í hlutaðeigandi stéttarfélögum sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SA og gegna störfum sem krefjast háskólamenntunar.

Félagsmenn í aðildarfélögum BHM hafa fram til þessa staðið utan aðalkjarasamninga sem SA hafa gert á vinnumarkaði. Aðrir kjarasamningar hafa ekki náð til þessa hóps enda aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins óbundin af þeim kjarasamningum sem BHM-félög gera við aðra viðsemjendur. Að mati SA er eðlilegt að tryggja launamönnum sem starfa á almennum vinnumarkaði og eru félagsmenn í stéttarfélögum innan BHM sambærileg réttindi og launamenn í öðrum stéttarfélögum á almennum vinnumarkaði njóta.

Háskólamenn og vinnuveitendur hafa skv. nýja kjarasamningnum mikið svigrúm til að semja um kaup og kjör og fyrirkomulag vinnutíma og greiðslna í tengslum við hann. Ýmis ákvæði kjarasamningsins gilda því einungis ef ekki er um annað samið í ráðningarsamningi.

Eftirtalin félög eiga aðild að samningnum:

Félag íslenskra félagsvísindamanna,

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga,

Félag íslenskra náttúrufræðinga,

Félag lífeindafræðinga,

Fræðagarður,

Iðjuþjálfafélag Íslands,

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga,

Ljósmæðrafélag Íslands,

Sálfræðingafélag Íslands,

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,

Stéttarfélag háskólamenntaðra á matvæla- og næringarsviði,

Stéttarfélag lögfræðinga,

Stéttarfélag sjúkraþjálfara,

Þroskaþjálfafélag Íslands.

Kynningarfundur vegna nýja kjarasamningsins verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 - 6. hæð þriðjudaginn 16. september og hefst hann kl. 9.

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér

Sjá nánar samninginn (PDF)

Samtök atvinnulífsins