Efnahagsmál - 

04. mars 2003

Kjarasamningar verslunarmanna halda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjarasamningar verslunarmanna halda

Niðurstaða nefndar VR/LÍV og SA um samningsforsendur - febrúar 2003

Niðurstaða nefndar VR/LÍV og SA um samningsforsendur - febrúar 2003

Í kjarasamningum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands ísl. verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins er ákvæði um samningsforsendur, þar sem kveðið er á um skipan sérstakrar nefndar sem hafi það hlutverk að leggja mat á það hvort forsendur hafi staðist. Skal mat nefndarinnar fara fram í febrúarmánuði árin 2001, 2002 og 2003.

Nefndin skal fjalla um það á ofangreindum tímapunktum hvort sú forsenda sem samningarnir hvíla á, að verðbólga hafi farið minnkandi, hafi staðist. Hafi sú forsenda brugðist er launaliður samninganna uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.

Verðbólgan var 1,5% síðustu 12 mánuði og 2,3% síðustu 6 mánuði. Er verðbólga því á báða þessa mælikvarða vel innan þeirra markmiða sem samningsaðilar settu sér.

Samningsforsendur hafa því staðist og er því ekki heimild til uppsagnar launaliðar samninganna.


Reykjavík, 28. febrúar 2003

Ari Edwald [sign]          Gunnar Páll Pálsson [sign]

Hannes G. Sigurðsson  [sign]          Ingibjörg R. Guðmundsdóttir [sign]

Samtök atvinnulífsins