Fréttir - 

23. desember 2013

Kjarasamningar SA og aðilarfélaga ASÍ undirritaðir 21. desember

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjarasamningar SA og aðilarfélaga ASÍ undirritaðir 21. desember

Laugardagskvöldið 21. desember undirrituðu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ kjarasamning sem gildir til 31. desember 2014. Að samningnum standa Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, LÍV og VR, RSÍ, Samiðn, VM, Matvís, Félag leiðsögumanna, Félag bókagerðamanna og Félag hárgreiðslusveina.

Laugardagskvöldið 21. desember undirrituðu Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ kjarasamning sem gildir til 31. desember 2014. Að samningnum standa Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, LÍV og VR, RSÍ, Samiðn, VM, Matvís, Félag leiðsögumanna, Félag bókagerðamanna og Félag hárgreiðslusveina.

Helstu atriði kjarasamningsins eru 2,8% almenn launahækkun frá 1. janúar 2014  en þó að lágmarki 8.000 kr. hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf. Lægri kjarasamningsbundnir kauptaxtar en 230.000 kr. hækka sérstaklega og lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf verður 214.000 kr. frá 1. janúar 2014. 

Markmið samningsaðila er að leggja sitt af mörkum til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem er forsenda aukins kaupmáttar og stöðugs verðlags. Samhliða gerð kjarsamningsins gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu sem lýtur breytingum á tekjuskatti einstaklinga, gjaldskrárbreytingum, menntamálum o.fl.

Samkvæmt samningnum munu samningsaðilar strax á nýju ári hefja undirbúning við gerð kjarasamninga til a.m.k. tveggja ára og mótun nýs íslensks kjarasamningalíkans.

Þrátt fyrir að formenn nokkurra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hafi ekki undirritað kjarasamninginn þá fer hann til afgreiðslu í viðkomandi stéttarfélögum með sama hætti og í öðrum félögum. 

Kjarasamningur SA og aðildarsamtaka ASÍ

Ákvarðanir ríkisstjórnar í tengslum við gerð kjarasamningsins

Samtök atvinnulífsins