Vinnumarkaður - 

07. Mars 2001

Kjarasamningar halda

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kjarasamningar halda

Samkomulag hefur náðst í launanefnd SA og ASÍ og er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé tilefni til uppsagnar launaliðar kjarasamninga. Samkomulag er um það í nefndinni að ekki sé forsenda til að segja upp kjarasamningum vegna verðlagsþróunar, enda hafi verðbólga lækkað úr 5,6% niður í 4,1% á tímabilinu á ársgrundvelli. Varðandi kjarasamninga sem gerðir hafa verið fram til þessa á milli opinberra aðila og hlutaðeigandi stéttarfélaga telur nefndin álitamál hvort frávikin í þeim samningum frá samningsbundnum launakostnaði á almennum vinnumarkaði séu það mikil að þau gefi tilefni til uppsagna. Því hefur verið leitast við að ná samkomulagi í nefndinni til að forðast deilur um réttmæti uppsagnar samninga og þá óvissu í efnahagslífinu sem því fylgdi. Ljóst er að almenn uppsögn launaliðar flestra kjarasamninga við þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu myndi stefna samskiptum á vinnumarkaði í mikið óefni. Í því skyni að stuðla að sátt um þá niðurstöðu að ekki sé tilefni til uppsagna hefur nefndin orðið sammála um að til komi viðbótargreiðslur af hálfu atvinnurekenda, í formi fastrar krónutölu sem felur í sér tekjujöfnun. Samkvæmt því verður samningsbundin orlofsuppbót kr. 20.000 í ár í stað kr. 9.600, og hækkar lítillega næstu tvö ár. Þá verður desemberuppbót kr. 35.000 í ár í stað kr. 29.000, 36.000 árið 2002 og 37.000 árið 2003.

Samkomulag hefur náðst í launanefnd SA og ASÍ og er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé tilefni til uppsagnar launaliðar kjarasamninga. Samkomulag er um það í nefndinni að ekki sé forsenda til að segja upp kjarasamningum vegna verðlagsþróunar, enda hafi verðbólga lækkað úr 5,6% niður í 4,1% á tímabilinu á ársgrundvelli. Varðandi kjarasamninga sem gerðir hafa verið fram til þessa á milli opinberra aðila og hlutaðeigandi stéttarfélaga telur nefndin álitamál hvort frávikin í þeim samningum frá samningsbundnum launakostnaði á almennum vinnumarkaði séu það mikil að þau gefi tilefni til uppsagna.  Því hefur verið leitast við að ná samkomulagi í nefndinni til að forðast deilur um réttmæti uppsagnar  samninga og þá óvissu í efnahagslífinu sem því fylgdi. Ljóst er að almenn uppsögn launaliðar flestra kjarasamninga við þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu myndi stefna samskiptum á vinnumarkaði í mikið óefni. Í því skyni að stuðla að sátt um þá niðurstöðu að ekki sé tilefni til uppsagna hefur nefndin orðið sammála um að til komi viðbótargreiðslur af hálfu atvinnurekenda, í formi fastrar krónutölu sem felur í sér tekjujöfnun. Samkvæmt því verður samningsbundin orlofsuppbót kr. 20.000 í ár í stað kr. 9.600, og hækkar lítillega næstu tvö ár. Þá verður desemberuppbót kr. 35.000 í ár í stað kr. 29.000, 36.000 árið 2002 og 37.000 árið 2003.

Sjá niðurstöðu nefndar ASÍ og SA um samningsforsendur:

Samtök atvinnulífsins