Menntamál - 

15. Febrúar 2016

Kíktu í menntakaffi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kíktu í menntakaffi

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins í fyrramálið, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður fjallað um hvernig raunfærnimat getur gagnast fyrirtækjum. Aðilar vinnumarkaðarins eru að hefja vinnu svo hægt sé að meta nám eða raunfærni eftir tiltekinni aðferðafræði og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, fjalla um stöðuna í ljósi nýrra kjarasamninga.

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins í fyrramálið, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður fjallað um hvernig raunfærnimat getur gagnast fyrirtækjum.  Aðilar vinnumarkaðarins eru að hefja vinnu svo hægt sé að meta nám eða raunfærni eftir tiltekinni aðferðafræði og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, fjalla um stöðuna í ljósi nýrra kjarasamninga.

Rætt er við Þorgerði um fundinn á vef Viðskiptablaðsins en Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins mun einnig fjalla um hæfnigreiningu starfa og Ólafur Jónsson, sérfræðingur hjá Iðunni mun fjalla um mat á hæfni erlends starfsfólks.

Að lokum verður boðið upp á spurningar og spjall.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð Húss atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík.

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins