Efnahagsmál - 

29. apríl 2008

Kennarasamningur dýr

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kennarasamningur dýr

"Þetta er mjög ríflegur samningur," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í dag, um nýgerðan kjarasamning grunnskólakennara. "Það hafa engin fyrirtæki efni á að gera svona samning og ég held reyndar að sveitarfélögin hafi það ekki heldur. Málið snýst líka um hvort þessi samningur er fyrirmynd annarra samninga hjá opinberum aðilum." Einnig var rætt við Vilhjálm um málið í hádegisfréttum fréttastofu Útvarps. Þar kom m.a. fram hjá Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að erfitt verði fyrir mörg sveitarfélög að greiða kennurum laun samkvæmt þessum nýja samningi.

"Þetta er mjög ríflegur samningur," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Fréttablaðinu í dag, um nýgerðan kjarasamning grunnskólakennara. "Það hafa engin fyrirtæki efni á að gera svona samning og ég held reyndar að sveitarfélögin hafi það ekki heldur. Málið snýst líka um hvort þessi samningur er fyrirmynd annarra samninga hjá opinberum aðilum." Einnig var rætt við Vilhjálm um málið í hádegisfréttum fréttastofu Útvarps. Þar kom m.a. fram hjá Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, að erfitt verði fyrir mörg sveitarfélög að greiða kennurum laun samkvæmt þessum nýja samningi.

Sjá nánar:

Fréttablaðið 29. apríl

Frétt RÚV

Samtök atvinnulífsins