Efnahagsmál - 

13. apríl 2011

Kemur ríkisstjórnin Íslandi í gang?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kemur ríkisstjórnin Íslandi í gang?

Það besta sem gæti komið fyrir Ísland væri að gerðir yrðu kjarasamningar til þriggja ára og ríkisstjórnin tæki alvöru ákvarðanir um að setja Ísland í gang. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu RÚV í gærkvöld. Ljóst er að senn dregur til tíðinda í yfirstandandi kjaraviðræðum en samninganefndir SA og ASÍ hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Þar mun ráðast hvort hægt verði að gera kjarasamninga til þriggja ára en bæði SA og ASÍ hafa hafa lýst því yfir að aðkoma ríkisins að slíkum samningum sé nauðsynleg.

Það besta sem gæti komið fyrir Ísland væri að gerðir yrðu kjarasamningar til þriggja ára og ríkisstjórnin tæki alvöru ákvarðanir um að setja Ísland í gang. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu RÚV í gærkvöld. Ljóst er að senn dregur til tíðinda í yfirstandandi kjaraviðræðum en samninganefndir SA og ASÍ hittast hjá ríkissáttasemjara  í dag. Þar mun ráðast hvort hægt verði að gera kjarasamninga til þriggja ára en bæði SA og ASÍ hafa hafa lýst því yfir að aðkoma ríkisins að slíkum samningum sé nauðsynleg.

Í lok mars voru 14.865 án vinnu á Íslandi og segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar í Morgunblaðinu í dag að  horfa verði allt aftur til ársins 1930 til að finna jafn erfitt ástand á íslenskum vinnumarkaði. Gissur segir fjölda fólks í virkri atvinnuleit erlendis og margir hafi þegar flutt af landi brott í því skyni.

Samtök atvinnulífsins