Vinnumarkaður - 

04. Febrúar 2008

Kaupmáttur launa haldist

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kaupmáttur launa haldist

Samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins halda áfram í dag. Rætt hefur verið um þriggja ára samning með endurskoðunarákvæði eftir eitt ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag, að aðalmarkmiðið sé að kaupmáttur launa haldist og ganga þurfi frá ákveðnum útgangspunktum. Fundað hafi verið með formönnum landssambandanna og stærstu félaga fyrir helgi. Fundarhöld haldi áfram í vikunni.

Samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins halda áfram í dag. Rætt hefur verið um þriggja ára samning með endurskoðunarákvæði eftir eitt ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag, að aðalmarkmiðið sé að kaupmáttur launa haldist og ganga þurfi frá ákveðnum útgangspunktum. Fundað hafi verið með formönnum landssambandanna og stærstu félaga fyrir helgi. Fundarhöld haldi áfram í vikunni.

Samtök atvinnulífsins