Efnahagsmál - 

11. Oktober 2004

Kaupmáttur lágmarkslauna aldrei verið meiri

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kaupmáttur lágmarkslauna aldrei verið meiri

Í samningunum síðastliðið vor hækkuðu lágmarkslaun í 100.000 kr. á mánuði. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur aldrei verið meiri en á þessu ári og var nú í september 70% meiri en hann var fyrir áratug, í ársbyrjun 1995. Kaupmáttur lágmarkslaunanna hefur aukist tæplega tvöfalt meira en kaupmáttur almennra launa skv. launavísitölu Hagstofu Íslands, sem hefur aukist um 38% á sama tíma.

Í samningunum síðastliðið vor hækkuðu lágmarkslaun í 100.000 kr. á mánuði. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur aldrei verið meiri en á þessu ári og var nú í september 70% meiri en hann var fyrir áratug, í ársbyrjun 1995. Kaupmáttur lágmarkslaunanna hefur aukist tæplega tvöfalt meira en kaupmáttur almennra launa skv. launavísitölu Hagstofu Íslands, sem hefur aukist um 38% á sama tíma.

(Smellið á myndina)

Samtök atvinnulífsins