Efnahagsmál - 

10. Júlí 2002

Kaupmáttarrýrnun 2001 en hækkun á samningstíma (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kaupmáttarrýrnun 2001 en hækkun á samningstíma (1)

Samkvæmt launakönnun Kjararannsóknarnefndar (KRN) hækkuðu dagvinnulaun að meðaltali um 5,8% á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi 2001 til 1. ársfjórðungs 2002. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 8,7%. Samkvæmt því rýrnaði kaupmáttur dagvinnulauna að meðaltali um 2,7% á tímabilinu. Launahækkun flestra starfsstétta var á bilinu 3,9% til 8,1%. Laun kvenna hækkuðu um 6,0% en karla um 5,7%. Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu um 6,2% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 5,2%.

Samkvæmt launakönnun Kjararannsóknarnefndar (KRN) hækkuðu dagvinnulaun að meðaltali um 5,8% á tímabilinu frá 1. ársfjórðungi 2001 til 1. ársfjórðungs 2002. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 8,7%. Samkvæmt því rýrnaði kaupmáttur dagvinnulauna að meðaltali um 2,7% á tímabilinu. Launahækkun flestra starfsstétta var á bilinu 3,9% til 8,1%. Laun kvenna hækkuðu um 6,0% en karla um 5,7%. Laun á höfuðborgarsvæði hækkuðu um 6,2% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 5,2%.
 

4,2% kaupmáttaraukning á samningstímanum
Samkvæmt mælingum KRN var kaupmáttur 4,2% hærri á 1. ársfjórðungi 2002 en á 1. ársfjórðungi 2000. Hann hafði því hækkað að meðaltali um 4,2% á yfirstandandi samningstímabili þegar þarna er komið sögu.

Sjá fréttatilkynningu KRN (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins