Kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2003

Kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2003 er komin á vefinn. Vegna 0,4% viðbótarhækkunar launa og samræmingar kjarasamninga eru kauptaxtar árið 2003 hærri en gert hafði verið ráð fyrir í kjarasamningum árið 2000.

Kaupgjaldsskráin gildir frá 1. janúar 2003. Almenn launahækkun verkafólks og iðnverkafólks í Flóabandalaginu og Starfsgreinasambandi Íslands er 3,15% en í öðrum kjarasamningum, m.a. VR/LÍV, Samiðn, RSÍ, Matvís og FBM, er hækkunin 3,4%. Ástæða þessa munar milli félaga er mislangur samningstími. Kauptaxtar í kjarasamningum verkafólks og verslunarmanna taka sérstakri hækkun umfram almennu lágmarkshækkunina.

Kaupgjaldsskrá SA 2003 (pdf-skjal)