Vinnumarkaður - 

05. mars 2003

Karlar og konur ráða eins í störf

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Karlar og konur ráða eins í störf

Það er enginn munur á því hvernig karlar og konur ráða í störf. Samkvæmt nýrri könnun meðal danskra stjórnenda réð rúmur þriðjungur þeirra síðast konu til starfa, en tæplega tveir þriðju réðu karl. Þessi hlutföll eru þau sömu, hvort sem það voru karlar eða konur sem réðu fólk til starfa.

Það er enginn munur á því hvernig karlar og konur ráða í störf. Samkvæmt nýrri könnun meðal danskra stjórnenda réð rúmur þriðjungur þeirra síðast konu til starfa, en tæplega tveir þriðju réðu karl. Þessi hlutföll eru þau sömu, hvort sem það voru karlar eða konur sem réðu fólk til starfa.

Það voru samtökin Ledernes Hovedorganisasjon, samtök stjórnenda á dönskum vinnumarkaði, sem gerðu könnunina meðal félagsmanna sinna. Niðurstöðurnar byggja á svörum 330 stjórnenda.

Svend Asker, formaður LH, segir þetta sýna fram á að það séu fagleg sjónarmið sem ráði ferðinni við ráðningar, óháð því hvort það er karl eða kona sem fer með mannaráðningarnar, niðurstöðurnar séu með sama hætti.

Sjá umfjöllun um könnuna í rafræna tímaritinu Lederne.

Samtök atvinnulífsins