Efnahagsmál - 

16. ágúst 2009

Kallað eftir fjárfestingum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kallað eftir fjárfestingum

"Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir ákvörðunum hjá stjórnvöldum um ný fjárfestingarverkefni, sem eru hluti af stöðugleikasáttmálanum. Það þarf að fara að virkja og koma stórum framkvæmdum í gang sem skapa atvinnu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, en SA binda vonir við að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun nokkurra verkefna í vega- og mannvirkjagerð. "Það er mikið undir okkur sjálfum komið hversu djúp lægðin verður."

"Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir ákvörðunum hjá stjórnvöldum um ný fjárfestingarverkefni, sem eru hluti af stöðugleikasáttmálanum. Það þarf að fara að virkja og koma stórum framkvæmdum í gang sem skapa atvinnu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, en SA binda vonir við að lífeyrissjóðir komi að fjármögnun nokkurra verkefna í vega- og mannvirkjagerð. "Það er mikið undir okkur sjálfum komið hversu djúp lægðin verður."

Hannes segir ljóst að atvinnuleysi muni aukast á næstu mánuðum, eftir ágæta innspýtingu í atvinnulífið í sumar með aukinni ferðaþjónustu og ferðalögum Íslendinga innanlands. Hins vegar sé ljóst að engin fyrirtæki séu að fjárfesta að ráði og framundan sé töluverð endurskipulagning í atvinnulífinu þegar bankarnir fara að vinna á eðlilegum grundvelli.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu Morgunblaðsins, 15. ágúst, þar sem fjallað er um aukna óvissu á vinnumarkaði og langtímaatvinnuleysi. Atvinnuleysi í júlímánuði mældist 8% en var 1,1% á sama tíma í fyrra.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is 15.8: Aukin óvissa og langtímaatvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins