Efnahagsmál - 

08. mars 2009

Jákvætt skref en lækka verður vexti

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Jákvætt skref en lækka verður vexti

Mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum um þessar mundir er lækkun vaxta. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu RÚV. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar um sköpun allt að fjögur þúsund ársverka vera jákvætt skref en vaxtalækkun verði að fylgja fljótt í kjölfarið - vextirnir séu að sliga fyrirtækin.

Mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum um þessar mundir er lækkun vaxta. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu RÚV. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar um sköpun allt að fjögur þúsund ársverka vera jákvætt skref en vaxtalækkun verði að fylgja fljótt í kjölfarið - vextirnir séu að sliga fyrirtækin.

Vilhjálmur segir að til að koma atvinnulífinu í gang á nýjan leik þurfi ennfremur að endurreisa bankakerfið og afnema gjaldeyrishöftin.

RÚV ræddi einnig við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar jákvæðar og skref í rétta átt en vaxtalækkun verði að fylgja í kjölfarið til að koma atvinnulífinu í gang.

Sjá nánar:

Frétt RÚV

Upplýsingar á vef forsætisráðuneytis

Samtök atvinnulífsins